„Góð æfing í dag,“ skrifaði Gareth Bale kantmaður Tottenham á Instagram í fyrradag og ensk blöð segja að stjóri hans, Jose Mourinho sé brjálaður yfir færslunni.
Bale launahæsti leikmaður Tottenham var ósáttur með æfingu sína á þriðjudag og var sökum þess ekki í hóp liðsins gegn Everton í enska bikarnum í fyrradag. Segja má að endurkoma Bale til Tottenham hafi hingað til verið martröð, kantmaðurinn knái hefur ekki spilað vel þegar hann hefur fengið tækifæri. Tækifæri Bale hafa hins vegar ekki verið ýkja mörg.
Bale hafði átt erfið ár hjá Tottenham þar sem hann fékk lítið að spila, að virðist hafa haft veruleg áhrif á hann. „Gareth var ekki á bekknum því hann var ekki ánægður með æfinguna sína á þriðjudag,“ sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham að leik loknum.
„Þetta eru ekki meiðsli, það voru einhverjar tilfinningar sem hann var óhress með. Það var því betra að hann yrði eftir í London og notaði daginn með sérfræðingum okkar.“
Daily Mail segir að Mourinho sé gjörsamlega brjálaður yfir þessari færslu en Bale setti myndina inn á meðan liðið var að ferðast í leikinn.
Samband þeirra félaga er ekki gott en Bale átti að koma með hvelli inn í lið Tottenham en það hefur ekki gengið eftir.