Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, líkir Nicolas Pepe, leikmanni Arsenal sem herbergisfélaga frá helvíti en þeir deildu saman herbergi í landsliðsferðum með landsliði Fílabeinsstrandarinnar.
Zaha var í viðtali hjá hlaðvarpsþættinum On the Judy, þar sem hann fullyrðir þetta en Zaha átti erfitt með að venjast hrotunum sem komu frá Pepe.
„Ég fór og spurði hvort ég mætti skipta um herbergi, hann hljómaði eins og mótorhjól. Þetta var klikkað. Þetta gerðist í mínum fyrstu landsliðsferðum með Fílabeinsströndinni.
Zaha fékk ósk sína uppfyllta og fékk að skipta um herbergi.
„Þeir leyfðu mér að skipta um herbergi og deila herbergi með Salomon Kalou og hann hafði greinilega kynnst því sama og ég,“ sagði Zaha í hlaðvarpsþættinum.