fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Sýndu liðsfélaga sínum tákrænan stuðning eftir að hann var dæmdur í 12 mánaða bann

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 20:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn hollenska liðsins Ajax sýndu liðsfélaga sínum, markverðinum Andre Onana, tákrænan stuðning fyrir leik liðsins gegn PSV í hollenska bikarnum.

Onana spilar ekki knattspyrnu næsta árið. UEFA hefur dæmt hann í tólf mánaða bann eftir að ólögleg lyf fundust í líkama hans. Onana var lyfjaprófaður í lok október og þar fannst lyfið Furosemide sem er ólöglegt í íþróttum. Onana pissaði í glas og þar komst upp um atvik hans.

Leikmenn Ajax klæddust treyjum merktum Onana og númeri hans 24 fyrir leikinn gegn PSV í gær á meðan þeir hituðu upp fyrir leikinn.

GettyImages

Edwin Van Der Sar, framkvæmdastjóri Ajax, hefur gripið til varna fyrir hinn 24 ára gamla markvörð og félagið ætlar að áfrýja dómi UEFA. Þeir segja að Onana hafi fyrir mistök tekið lyfin sem tilheyrðu konu hans.

Forráðamenn Ajax eru vongóðir um að dómurinn verði ógildur en Onana hefur verið eftirsóttur af stórum félögum í Evrópu og ljóst að 12 mánaða bann gæti sett strik í reikninginn. Samningur hans við Ajax rennur út árið 2022.

„Onana er verðmætur í þessum bransa, hann var á lista hjá mörgum stórum liðum,“ sagði Edwin Van Der Sar, framkvæmdastjóri Ajax.

UEFA er meðvitað um að Onana hafi ekki ætlað sér að svindla en í dómnum segir að atvinnumaður í íþróttum eigi að vera meðvitaður um að taka ekki hvaða pillu sem er. Lyfið á að hjálpa við að losna við vatn og salt úr líkamanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lykilmenn Barcelona lögðust gegn því að félagið myndi sækja Rashford

Lykilmenn Barcelona lögðust gegn því að félagið myndi sækja Rashford
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Love Island stjarna kemur upp um giftan leikmann Arsenal – „Ég skil ekki hvað hann var að hugsa“

Love Island stjarna kemur upp um giftan leikmann Arsenal – „Ég skil ekki hvað hann var að hugsa“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023
433Sport
Í gær

Segir frá fallegri sögu af Ronaldo þegar hann var illa haldin á sjúkrahúsi – Studdi við bakið á fjölskyldu hans þegar óvissan var mikil

Segir frá fallegri sögu af Ronaldo þegar hann var illa haldin á sjúkrahúsi – Studdi við bakið á fjölskyldu hans þegar óvissan var mikil
433Sport
Í gær

Kynnti ‘Mission 21’ hjá Manchester United á dögunum – Gefur sér þrjú ár til að klára það

Kynnti ‘Mission 21’ hjá Manchester United á dögunum – Gefur sér þrjú ár til að klára það