fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Endurkoma Lagerback staðfest – Í teymi Arnars og Eiðs Smára

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 16:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur gengið frá ráðningu Lars Lagerbäck í starfslið A landsliðs karla. Lars, sem er fyrrverandi þjálfari íslenska liðsins og hefur að auki þjálfað karlalandslið Svíþjóðar, Nígeríu og Noregs, mun gegna stöðu tæknilegs ráðgjafa og verður verkefni hans fyrst og fremst að styðja við þjálfarateymi liðsins.

Lars, sem hefur mikla þekkingu á og reynslu af umhverfi landsliða, hefur þegar hafið störf ásamt þjálfarateyminu og öðru starfsliði við undirbúning komandi verkefna í undankeppni HM 2022.

Arnar Þór Viðarsson var ráðinn landsliðsþjálfari í desember og er Eiður Smári Guðjohnsen hans aðstoðarþjálfari. Greint hefur verið frá því að Halldór Björnsson verður markmannsþjálfari liðsins.

Arnar Þór hefur lagt mikla áherslu á að fá Lagerback inn í teymi sitt og fagnar því að það hafi tekist.. „Lars býr yfir gríðarlegri reynslu sem mun gagnast okkur vel í komandi verkefnum. Hann þekkir íslenska landsliðsumhverfið og okkar kúltúr frá tíma sínum sem þjálfari íslenska liðsins og hefur auðvitað þjálfað önnur landslið og farið á mörg stórmót. Ráðning Lars styrkir starfsteymi liðsins enn frekar og mun hjálpa okkur að ná okkar markmiðum,“ sagði Arnar.

Lars Lagerbäck er ánægður  með að vera mættur aftur til starfa á Íslandi. Hann stýrði liðinu frá 2011 til 2016 þegar hann hætti störfum eftir Evrópumótið í Frakkland.

„Ég er virkilega ánægður og hlakka til að vinna aftur með íslenska landsliðinu, enda á ég margar góðar minningar frá tíma mínum sem þjálfari liðsins. Vonandi get ég hjálpað Arnari og þjálfarateyminu, og miðlað af minni reynslu til að styðja við starfsliðið og leikmennina. Þar til tekst að koma böndum á kórónaveirufaraldurinn mun ég starfa með Arnari og landsliðinu eins vel og hægt er í gegnum stafrænar lausnir. Vonandi get ég ferðast til Íslands á næstu mánuðum til að taka enn virkari þátt í starfinu og til að fínstilla samstarfið með Arnari og starfsliðinu“.

Fyrstu verkefni ársins hjá A landsliði karla eru þrír útileikir í undankeppni HM 2022 í mars – gegn Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein.

Lagerback er 72 ára gamall en hann var rekinn úr starfi þjálfari Noregs undir lok síðasta árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja breytingar á glugganum á Englandi – Yrði styttri á sumrin og í janúar

Vilja breytingar á glugganum á Englandi – Yrði styttri á sumrin og í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eitt ótrúlegasta framhjáhald sögunnar: Var þekktur en kaffærði viðhaldið í lygum – Google hjálpaði henni að komast að hinu rétta

Eitt ótrúlegasta framhjáhald sögunnar: Var þekktur en kaffærði viðhaldið í lygum – Google hjálpaði henni að komast að hinu rétta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær
433Sport
Í gær

Kynnti ‘Mission 21’ hjá Manchester United á dögunum – Gefur sér þrjú ár til að klára það

Kynnti ‘Mission 21’ hjá Manchester United á dögunum – Gefur sér þrjú ár til að klára það
433Sport
Í gær

Handbremsubeygja hjá Burnley sem eru með bestu vörn í sögu enska boltans – Sjáðu samanburðinn

Handbremsubeygja hjá Burnley sem eru með bestu vörn í sögu enska boltans – Sjáðu samanburðinn