fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Minnsta bjórsala breskra kráa í heila öld

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. febrúar 2021 22:00

Þessir fá sér ekki bjór á pöbbnum þessa dagana. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjórsala á breskum krám á síðasta ári var sú minnsta síðan á þriðja áratug síðustu aldar. Ástæðan er auðvitað heimsfaraldur kórónuveirunnar og þær hörðu sóttvarnaaðgerðir sem gripið var til í Bretlandi. Salan var 56% minni en árið á undan.

British Beer & Pub Association segja að salan á síðasta ári hafi numið 6,1 milljarði punda sem sé 7,8 milljörðum minna en árið á undan. Magn bjórs, sem seldur var, var hið minnsta í að minnsta kosti heila öld. The Guardian skýrir frá þessu.

Samtökin hvetja Rishi Sunak, fjármálaráðherra til að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot í greininni og bæta í stuðning við krár.

Hugveitan The Resolution Foundation segir að rúmlega helmingur fyrirtækja í veitingageiranum, þar á meðal barir, kaffihúsi og veitingastaður, eigi svo lítið handbært fé að það dugi ekki næstu þrjá mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 6 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana