CNN skýrir frá þessu. Kínverjar glíma við ákveðin lýðfræðileg vandamál vegna fjölgunar eldra fólks. Sérfræðingar óttast að ef þróunin verður áfram eins og hún var á síðasta ári þá muni Kínverjar verða gamlir áður en þeir verða ríkir.
Samkvæmt nýjustu tölum frá kínversku hagstofunni þá voru 250 milljónir landsmanna 60 ára eða eldri á síðasta ári en það svarar til 18% af íbúum landsins.
Þrátt fyrir að þróunin í Kína sé enn ekki nærri því sem hún er í Suður-Kóreu og Japan, þar sem fólki fækkar, þá leynast ákveðin vandamál í framtíðinni, sérstaklega þegar „eins barns kynslóðin“ eldist. Frá 1979 til 2015 máttu flest pör aðeins eignast eitt barn en þetta var liður í aðgerðum stjórnvalda til að halda aftur af fjölgun landsmanna.