Í heildina voru 2.629 mál skráð á síðasta ári en 2019 voru þau 1.674. DPA skýrir frá þessu.
Af þessum málum má nefna að 403 snúast um tilraunir til að kúga stjórnmálamenn og hótanir í þeirra garð, 228 tengjast skemmdarverkum á fasteignum og 212 flokkast sem hatursorðræða.
Tilkynnt var um 78 ofbeldismál sem beindust gegn stjórnmálamönnum. 48 þeirra snerust um kúganir, 17 um líkamstjórn, 7 um íkveikjur og eina morðtilraun. Í einu máli var sprengiefni notað.
374 af þessum málum tengjast sóttvarnaaðgerðunum sem hefur verið gripið til vegna kórónuveirufaraldursins.