fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Heiðrún sakar Stöð 2 um óvönduð vinnubrögð – „Þessi framsetning stenst ekki skoðun“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 19:00

Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Stöð 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er ósátt með Daði Má Kristófersson, varaformann Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði og fréttastofu Stöðvar 2, vegna umfjöllunar miðilsins er varðaði veiðigjöld.

Í frétt Stöðvar 2 sem fór í loftið í gærkvöld var því kastað fram að sjö stærstu útgerðir landsins greiða margfalt hærri upphæðir í arð en í veiðigjöld. Og að hluturinn sem færi í veiðigjöldin væri innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði þessara fyrirtækja. Stöð 2 ræddi þetta mál við Daða Má, sem sagði umrætt hlutfall vera óeðlilega lágt, og að allt benti til þess að hlutfallið hafi lækkað síðasta ár, sé horft á þróunina í tekjum útgerðarinnar.

Heiðrún mótmælir þessum fréttaflutningi í pistli sem birtist á Vísi í dag. Hún bendir á að fjárhæðirnar hafi legið fyrir í upphafi árs og segir að þær séu í samræmi við það sem áætlað var í upphafi.

„Af einhverjum ástæðum þóttu þetta nú sérstök tíðindi og nauðsynlegt að veita varaformanni Viðreisnar víðfeðmt svigrúm til að ræða við fréttamann og þjóðina um þessi gömlu tíðindi.“ segir Heiðrún sem heldur því fram að frábært væri ef fjölmiðlar skyldu fjalla á vandaðan hátt um mál sem þessi, en það hafi ekki verið upp á teningnum hjá Stöð 2.

„Það væri óskandi að fjölmiðlar fjölluðu sem oftast um veiðigjald í sjávarútvegi, enda gæti vönduð umfjöllun vonandi aukið skilning fólks á því hvaða verðmæti verða til í sjávarútvegi og hvernig arðinum er dreift. Fyrrgreind frétt Stöðvar tvö bar þess því miður engin merki og verður ekki annað séð en að fyrirsögnin á þessari grein hafi þar verið leiðarstefið.“

„Þessi framsetning stenst ekki skoðun“

Í pistli sínum segir Heiðrún að álagning veiðigjaldsins hafi ekki lækkað seinustu ár, og því hafi verið farið með rangt mál í fréttinni. Hún útskýrði einnig hvernig veiðigjaldið gengur fyrir sig og sagði frétt Stöðvar 2 ekki standast skoðun.

„Í fréttinni var fjallað um hagnað einstakra fyrirtækja í sjávarútvegi árið 2019 og að veiðigjaldið væri „aðeins einn tíundi af hagnaði“. Þetta fannst fréttamanni og viðmælanda auðsýnlega of lágt. Þessi framsetning stenst ekki skoðun. Veiðigjald er gjald fyrir nýtingu sjávarauðlindar. Sá sem veiðir og selur fisk til vinnslu eða á fiskmarkaði nýtir auðlind og greiðir því nefnt gjald. Sá gjaldstofn sem veiðigjaldið byggist á er því afkoma af veiðum – ekki afkoma af fiskvinnslu eða sölu. Fiskvinnslur greiða ekki veiðigjald og sölufyrirtæki greiða ekki veiðigjald. Afkoma í slíkri starfsemi myndar því ekki stofn til álagningar veiðigjalds. Með því að bera veiðigjald saman við heildarhagnað sjávarútvegsfyrirtækja er því verið að þvæla inn afkomu fyrirtækjanna af starfsemi sem felst ekki í nýtingu auðlindar. Svo það sé enn á ný áréttað, þá greiðir sjávarútvegur þriðjung af afkomu fiskveiða í veiðigjald, líkt og lög bjóða, en ekki einn tíunda.“

Þá gagnrýndi hún Daða sérstaklega fyrir að segja að breyting á stjórnarskrá gæti fært þessi mál til betri vegar. Heiðrún segir það sýna af kunnáttuleysi Daða á stjórnskipunarlögum. En hún segir að löggjafinn muni alltaf hafa fullt vald til að breyta gjaldtökunni.

Uppfært – Heiðrún var gestur í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld og þar tjáði hún sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“
Fréttir
Í gær

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“
Fréttir
Í gær

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim
Fréttir
Í gær

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni