fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Svala vill sjúkrabíl sem sinnir andlegum veikindum fólks – Biggi lögga tekur undir

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 16:14

Svala Jóhannesdóttir Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svala Jóhannesdóttir birti á dögunum færslu á Facebook þar sem hún segir frá draumi sem hún hefur átt í langan tíma. Hann er sá að sett yrði á laggirnar viðbragðsþjónusta er myndi sinna útköllum lögreglu sem tengjast andlegum og geðrænum vandamálum. Svala hefur í 13 ár starfað með heimilislausum einstaklingum og fólki sem glímir við þungan vímuefnavanda og hefur m.a. stýrt tveimur skaðaminnkandi úrræðum, Konukoti og Frú Ragnheiði. Í dag starfar hún sjálfstætt við ráðgjöf, meðferð og kennslu.

„Sjúkrabíllinn myndi m.a. sinna útköllum sem snúa að fólki í geðrofi, með geðrofseinkenni, í sjálfsvígsáhættu eða í annars konar andlegu krísuástandi, ásamt því að sinna fólki í krefjandi ástandi vegna vímuefnavanda og öðru tilfallandi,“ segir Svala en bætir við að fólk sem glímir við þessi veikindi þurfi starfsfólk sem hefur menntun, reynslu og færni til að veita því stuðning og þjónustu þegar það er í þessu ástandi.

„Það að fá lögreglu á vettvang við svona viðkvæmar aðstæður getur verið mjög „triggerandi“ fyrir fólk (sérstaklega jaðarsett fólk) og ýtt undir að andlegt- og geðrænt ástand versni hjá fólki. Einnig er ekki hægt að ætlast til þess að lögreglu- og sjúkraflutningafólk eigi að sinna þessum málum, þar sem aðstoðin er frekar sérhæfð, og er hún ekki hluti af þeirra námi eða þjálfun,“ skrifar Svala. Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, tekur undir þessi orð Svölu, bæði með ummælum á færslu Svölu og færslu sem hann birti í gærkvöldi.

„Það vita sennilega flestir sem mig þekkja að meðal þeirra mála sem standa hjarta mínu næst eru forvarnir og aukin áhersla á skaðaminnkandi úrræði er varðar fíkniefni. Orð eru til alls fyrst í þessum málum og umræðan nauðsynleg,“ segir Birgir og kemur með sanna sögu um atvik þar sem fólk með viðeigandi þjálfun hefði skilað mun betri vinnu en lögreglan þrátt fyrir að útköllin berist til þeirra, en færsluna má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

https://www.facebook.com/birgirg/posts/10226130688280717

Hugmynd Svölu er sú að áhöfnin á sjúkrabílnum sem sinnir þessum andlegu veikindum myndi kalla til lögreglu eða almennan sjúkrabíl ef til þess kæmi. Með þessari þjónustu sé hægt að draga úr útköllum hjá lögreglu sem varða þessi mál.

„Á síðustu árum hafa komið upp mörg mál þar sem einstaklingar í andlegu- og geðrænu krísuástandi hafa orðið fyrir skaða, harðræði og dauðsfalli í höndum lögreglunnar. Ég held að með svona viðbragðsþjónustu, sjúkrabíls sem sinnir andlegum veikindum væri hægt að koma í veg fyrir slíkt og því finnst mér þetta vera mikið mannréttindamál,“  segir Svala, en árið 2019 lést ung kona í átökum við lögreglu þegar hún var í geðrofsástandi og fékk hjartastopp við handtöku. Lögreglumenn voru ekki þjálfaðir til að eiga við fólk í geðrofi.

Færsluna hennar Svölu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=2705939049718193&id=100009063737853

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“
Fréttir
Í gær

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“
Fréttir
Í gær

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim
Fréttir
Í gær

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni