Fyrirsætan Emily Ratajkowski birti á dögunum nektarmynd af sér þar sem hún sýndi bumbuna á sér en hún er þessa stundina ólétt af fyrsta barni sínu með Sebastian Bear-McClard, eiginmanni sínum.
The Sun ákvað þess vegna að taka saman nokkrar af furðulegustu ástæðunum fyrir nektarmyndum sem stjörnurnar hafa birt á undanförnum árum. Hér að neðan má sjá nokkrar þeirra:
Kate Hudson
Leikkonan Kate Hudson var greinilega í rosalegu föstudagsstuði, reyndar var ekki ennþá kominn föstudagur en það skipti ekki mestu máli. Kate birti mynd af sér naktri í tilefni þess að það var næstum því kominn föstudagur.
Sophie Hermann
Raunveruleikastjarnan Sophie Hermann fékk að heimsækja köttinn sinn í Þýskalandi og ákvað við þessa endurfundi að birta sjóðheita nektarmynd af sér með kettinum sem heitir Mr. Chow
Amanda Holden
Ætli flestir tengi ekki við Amanda Holden, dómara í Britain’s Got Talent og hennar mynd en hún fagnaði því að árið 2020 væri á enda. Hún stóð í heita potti með kampavínsglas, klædd engu nema sundskýlu með orðunum „Bless bless, 2020“
Brooklyn Beckham and Nicola Peltz
Pör eiga það til að klæða sig í samskonar búninga, það gerði sonur fótboltamannsins og fyrirsætan Brooklyn Beckham, og kærasta hans, leikkonan Nicola Peltz á dögunum. En þau birtu mynd af sér í Adam og Evu-klæðunum.
Mynd af parinu í baði sem þau birtu á eins árs sambandsafmæli sínu vakti athygli, en þau hafa ekki þótt mjög feimin við almenning og fjölmiðla.
Jennifer Lopez
Poppstjarnan gaf á seinasta ári út smáskífuna In The Morning. Í tilefni af því ákvað hún að birta nektarmynd sem vakti mikla athygli, en söngkonan er 51 árs.