Enn er eitthvað í það að Alfreð Finnbogason framherji Augsburg og íslenska landsliðsins verði leikfær. Þessi knái sóknarmaður hefur glímt við mikið magn af meiðslum síðustu ár.
Alfreð hefur misst af síðustu tveimur leikjum Augsburg vegna meiðsla í kálfa og Heiko Herrlich þjálfari Augsburgs segir hann ekki kláran í slaginn.
Alfreð hefur byrjað þrjá leiki með Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og komið við sögu í 12 leikjum í heildina.
Íslenski framherjinn kom við sögu í 21 leik hjá Augsburg á síðustu leiktíð en hann er með samning við félagið til ársins 2022.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands vonast til þess að Alfreð nái heilsu fyrir fyrstu leikina sína með liðið Liðið hefur leik í undankeppni HM í mars.
#Herrlich: "Alfred #Finnbogason steht noch nicht wieder zur Verfügung." 📺 https://t.co/o3yzPOvnQn #RBLFCA pic.twitter.com/kazpH5kplg
— FC Augsburg (@FCAugsburg) February 11, 2021