fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Þórólfur undrast flökkusögur og gagnrýni í tengslum við mögulega Pfizer-rannsókn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 11:38

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sér hafi komið verulega á óvart hversu margar flökkusögur fóru í gang og keyrðu upp væntingar fólks um að búið yrði að bólusetja þorra þjóðarinnar á skömmum tíma vegna mögulegs rannsóknarverkefnis með lyfjaframleiðandanum Pfizer. Þetta kom fram á upplýsingafundi dagsins. Þórólfur bendir á að umræðurnar hafi ávallt verið óformlegar og engin samningsdrög komið fram. Það hafi hann ávallt áréttað. Ólíklegt er nú að af verkefninu verði en þó hefur það ekki endanlega verið slegið út af borðinu.

Þórólfur er ekki síður undrandi á siðferðisspurningum sem heimspekingar hafi borið fram vegna rannsóknar sem aldrei lá fyrir að yrði gerð.

Ein siðferðisspurningin var sú hvort verjandi væri að Ísland myndi troðast fram fyrir aðra í bóluefnabiðröðinni með þessu samstarfi. Þórólfur benti á að tillögurnar hafi snúið að því að gera vísindalegar rannsóknir sem hefðu gagnast öllum. Annað bóluefni sem annars hefði komið til Íslands hefði þá farið til annarra þjóða. Ef við hefðum reynt að troða okkur fram fyrir í röðina án skuldbindinga hefði það hins vegar verið rangt, að mati Þórólfs.

Þórólfur sagði jafnframt að það sé hjá heimspekingunum að landsmenn hafi ekki verið upplýstir um gagnsemi rannsóknar af þessu tagi. Gagnseminni hefði margoft verið lýst.

Ennfremur minnti Þórólfur á að ávallt hefði verið leitað eftir upplýsti samþykki þeirra sem hefðu tekið þátt í rannsókninni og höfnun á því að taka þátt hefði aldrei leitt til þess að fólk fengi ekki bólusetningu.

Á fundinum kom fram að hvorki voru innanlandssmit né smit á landamærum í gær. Á síðustu viku hafa greinst þrjú innanlandssmit og voru allir í sóttkví. 17 hafa greinst á landamærum, en þar af aðeins 6 virk smit.

Verið er að kanna hvernig best er hægt að tryggja að smit berist ekki inn fyrir landamærin og verða tillögur þar um sendar heilbrigðisráðherra á næstu dögum.

Þórólfur segir að vel komi til greina að slaka á samkomutakmörkunum á næstunni ef vel gengur áfram við að halda niðri smitum. Núverandi reglugerð um gildir til 3. mars. Góðir möguleikar eru á tilslökunum fyrir þann tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana