fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Ummæli kærastans við myndina vekja athygli – Bendir á eitt sem hann má ekki gera

Fókus
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 11:05

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Martha Kalifatidis deildi á dögunum mynd af sér á Instagram þar sem hún var ber að ofan. Myndin vakti mikla athygli, ekki síst þegar athugasemdir kærasta hennar komu í ljós.

Myndin fékk mikla athygli frá fylgjendum Kalifatidis, sem eru rúmlega 460 þúsund talsins, en athugasemdir Michael Brunelli, kærasta hennar, vöktu enn meiri athygli. „Ef ég myndi setja handklæðið svona á gólfið þá yrði ég einhleypur svo fáránlega hratt,“ skrifaði Brunelli við myndina en þar má sjá Kalifatidis sitja á gulu handklæði.

Martha var fljót að svara kærastanum og útskýrði að hún væri að gera þetta fyrir myndina, auk þess sem handklæðið passaði svo vel við kremið sem hún var að auglýsa með myndinni. „Þú ferð út, stígur í skít, kemur inn og gengur á gólfinu,“ skrifaði hún svo.

„Ef þú myndir setja handklæðið á gólfið þá værum við nokkurn veginn að þurka okkur með hundaskít. Þetta var gert fyrir myndina, við gerum þetta ekki í alvörunni,“ skrifaði Martha svo til að afsaka handklæðið á gólfinu.

Fylgjendur Kalifatidis höfðu gaman að þessu litla rifrildi parsins í athugasemdunum. „Kannski ef þú tækir svona fallegar myndir eins og hún með handklæðinu þá myndi hún leyfa þér að hafa það á gólfinu,“ skrifaði einn fylgjandi til Brunelli.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Martha Kalifatidis (@marthaa__k)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram