Riyad Mahrez leikmaður Manchester City varð fyrir barðinu á glæpamanni sem stal rúmum 30 milljónum íslenskra króna af kreditkorti hans. Atvikið átti sér stað árið 2017 en það tók Mahrez fimm vikur að upphæðin hefði farið út af kortinu hans.
Sharif Mohamed 32 ára íbúi í London komst yfir kort í eigu Mahrez og straujaði það í nokkrar vikur. Hann fór meðal annars í frí til Ibiza þar sem hann eyddi tæpum 4 milljónum.
Mohamed omst yfir kortið með því að hringja í Barclays bankann og pantaði hann nýtt kort í nafni Mahrez, ekki kemur fram hvernig slíkt gat gerst.
Í Englandi eyddi hann peningum í spilavíti, í föt og keypti sér skyndibita. Þá gerði hann sér ferð frá London til Leicester til að taka pening úr hraðbanka, hann taldi það öruggari leið svo að atvikið kæmist ekki upp.
Mahrez lék með Leicester á þessum tíma en upphæðin sem fór af korti hans er ansi mikil fyrir flesta en Mahrez þénar hana á viku í dag. Það tók hann fimm vikur að sjá að upphæðin vari farin af korti hans og láta loka því, lögreglan tók svo boltann.
Málið er nú fyrir dómstólum í Bretlandi og stefnir allt í að Mohamed fari á bak við lás og slá.