Kim Gang-lip, aðstoðarheilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta á fréttamannafundi á miðvikudaginn. Hann lagði áherslu á að yfirvöld myndu stíga mjög varlega til jarðar í þessum efnum og að ákveðnar línur hafi verið lagðar varðandi notkun bóluefnisins á fólk eldra en 65 ára.
Bóluefnið frá AstraZeneca verður fyrsta bóluefnið gegn kórónuveirunni sem yfirvöld í Suður-Kóreu heimila notkun á.