fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Atvinnuleysi á Suðurnesjum komið í 26%

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnumálastofnun birti nýjar tölur í gær sem sýna að heildaratvinnuleysi á Suðurnesjum er komið í 26%. Það jókst úr 23,3% í desember í 26% í janúar. Hjá konum mældist heildaratvinnuleysið vera 29,1% og hjá körlum 24%.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Guðbjörgu Kristmundsdóttur, formanni Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, að staðan sé mjög slæm. „Maður var að vona að þetta færi að glæðast upp úr áramótum en það er ekki sjáanlegt á næstunni. Það er þungt hljóð í fólki og slæm staða,“ er haft eftir henni.

Haft er eftir henni að þessar tölur séu hærri en elstu menn muni eftir og ekki sé að sjá að það sé að lifna yfir atvinnulífinu á svæðinu. „Þetta hefur aldrei verið svona slæmt hjá okkur,“ sagði hún og bætti við að hún sjái ekki að neinar stórar breytingar verði á þessu ástandi næstu tvo mánuði hið minnsta. Hún sagðist þó vonast til að ástandið fari að batna þegar líður á sumarið.

Á landsvísu var heildaratvinnuleysi 12,8%. Almennt atvinnuleysi mældist 11,6% í janúar en var 10,7% í desember. Að hlutabótakerfinu meðtöldu var atvinnuleysið 12,8%.

Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist aðeins í febrúar og verði á bilinu 11,6% til 11,9%. Stofnunin spáir því einnig að það fjölgi í hópi langtímaatvinnulausra en um síðustu mánaðamót höfðu rúmlega 4.500 manns verið án atvinnu í meira en heilt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“