Elisabeth, móðir Jurgen Klopp knattspyrnustjóra Liverpool, er fallin frá. hún lést í Þýskalandi 81 árs að aldri. Klopp getur ekki mætt í jarðarför hennar vegna COVID-19, hertar ferðatakmarkanir eru á milli Þýskalands og Englands.
„Hún var mér allt. Hún var frábær móðir í alla staði, sem strangtrúuð kristin manneskja þá veit ég að hún er á betri stað núna,“ skrifaði Klopp í minningargrein sem birtist í Schwarzwaelder Bote í Þýskalandi.
Í kjölfarið fregna af andlátinu, hefur Jurgen Klopp fengið mikinn stuðning frá knattspyrnusamfélaginu. Á svona stundum hverfur allur rígur sem getur myndast á sviði knattspyrnunnar.
„Innilegar samúðarkveðjur til Jurgen og fjölskyldu hans, frá öllum hjá Manchester United,“ stóð í samúðarkveðju Manchester United til Klopp sem birtist á Twitter.
Svipaða sögu er að segja af ensku félögunum Arsenal og Tottenham, sem og Atletico Madrid og Barcelona sem sendu þýska knattspyrnustjóranum samúðarkveðjur.
„Þú ert aldrei einn á ferð,“ einkunnarorð Liverpool voru skilaboðin í kveðju félagsins til Klopp.
♥️ Heartfelt condolences to Jürgen and his family, from everyone at United. https://t.co/1L7o2uHCHy
— Manchester United (@ManUtd) February 10, 2021
You’ll Never Walk Alone, Jürgen ❤️ pic.twitter.com/mjgSmXZWgn
— Liverpool FC (@LFC) February 10, 2021
Sending strength and support to Jurgen and all of the Klopp family at this difficult time, from all at Arsenal ❤️
— Arsenal (@Arsenal) February 10, 2021
The thoughts and condolences of everyone at the Premier League are with Jurgen, his family and his friends at such a difficult time.
— Premier League (@premierleague) February 10, 2021
Our thoughts and condolences are with you, Jürgen 💙
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) February 10, 2021