fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Ósáttir og segja Manchester United fá forskot í Evrópudeildinni

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn spænska liðsins Real Sociedad eru langt því frá sáttir með ákvörðun UEFA um að fyrri leikur liðsins gegn Manchester United í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar, sem átti að vera spilaður á Spáni, verði nú spilaður á Ítalíu.

Fyrri leikur liðanna sem átti að fara fram á Anoeta, heimavelli Real Sociedad var færður á heimavöll Juventus á Ítalíu vegna takmarkana á Spáni og Bretlandi sökum Covid-19. Seinni leikur liðanna fær að fara fram á heimavelli Manchester United, Old Trafford.

Forráðamenn Real Sociedad segja ákvörðunina vera ósanngjarna og það er mat þeirra að með þessari útfærslu fái Manchester United forskot.

„Við viljum að báðir leikirnir verði spilaðir á hlutlausum velli eða að UEFA velji einn völl þar sem að einn leikur yrði spilaður eins og í fyrra,“ sagði Roberto Olabe, yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Sociedad.

Færa hefur þurft marga leiki, bæði í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni sökum Covid-19 takmarkana. Til að mynda verða viðureignir Arsenal og portúgalska liðsins Benfica spilaðar á Ítalíu og á Grikklandi.

Fyrri leikur Manchester United og Real Sociedad fer fram þann 18. febrúar næstkomandi á Ítalíu. Seinni leikur liðanna fer fram 25. febrúar á Old Trafford í Manchester.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eimskip setur fjármuni í KSÍ

Eimskip setur fjármuni í KSÍ
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá City – Skráðu Rodri til leiks í Meistaradeildinni

Óvænt tíðindi frá City – Skráðu Rodri til leiks í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hörmungar Tottenham – Tölfræðin frá því í gær segir alla söguna

Hörmungar Tottenham – Tölfræðin frá því í gær segir alla söguna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hjákonan eltir Kyle Walker og flytur til Ítalíu

Hjákonan eltir Kyle Walker og flytur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool gekk frá Tottenham og bókaði sér miða í úrslitaleikinn

Liverpool gekk frá Tottenham og bókaði sér miða í úrslitaleikinn
433Sport
Í gær

Talan þrettán eltir Amorim í starfi á Old Trafford

Talan þrettán eltir Amorim í starfi á Old Trafford
433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma staðfest í Kópavogi – Anton Logi kemur heim frá Noregi

Óvænt endurkoma staðfest í Kópavogi – Anton Logi kemur heim frá Noregi