fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Aldís gekk á Kolfinnu í réttarsal – „Þú ert svo viðbjóðsleg“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 16:33

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir langan og átakamikinn dag í Héraðsdómi Reykjavíkur mátti minnstu muna að upp úr syði.

Kolfinna Baldvinsdóttir, systir Aldísar Schram og dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar hafði nýlokið við vitnisburð sinn þegar hún spurði dómara hvort hún mætti nú sitja í dómsalnum.

Þar hefur í dag farið fram aðalmeðferð í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi Schram vegna ummæla sem féllu í útvarpsþætti á Rás 2 í janúar 2019. Kolfinna hafði áður verið gert að víkja úr dómsal þar til hún hafði borið vitni.

Er Kolfinna stóð við dyragætt dómsalsins stóð Aldís upp og spurði hvort hún mætti víkja úr salnum um stundarsakir. Á leið sinni úr salnum náði spennan hámarki er þær systurnar rákust saman svo að Kolfinna féll til og virtist þurfa að gripa í hurð dómsalsins til að halda jafnvægi.

„Veist, þú ert svo viðbjóðsleg,” máttu svo heyra Aldísi kalla inn til systur sinnar er hún gekk úr salnum. Kolfinna hafði í vitnisburði sínum kallað systur sína, hana Aldísi, „djöful í mannsmynd.”

Aðspurð út í ummæli gaf Kolfinna óljós svör um að þau tengdust meintum veikindum hennar. Samstuðið er lýsandi fyrir stemninguna í réttarsalnum í dag. Dagurinn hófst með löngum yfirheyrslum yfir Jóni Baldvini áður en Aldís tók svo við í vitnastúku.

Þá gaf Sigmar Guðmundsson, fréttamaður, skýrslu. Bryndís Schram gaf því næst skýrslu í gegnum síma og að henni lokinni var kallað á Kolfinnu. Þegar þetta er skrifað er Margrét Schram, systurdóttir Bryndísar, í vitnastúkunni og von er á að minnsta kosti einni frænku þeirra hjóna í viðbót. Samkvæmt heimildum DV var tekist á um það í aðdraganda aðalmeðferðar hver og hversu margir myndu bera vitni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Við erum verkfæri sem Guð notar“

„Við erum verkfæri sem Guð notar“
Fréttir
Í gær

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“