Amad Diallo nýjasta stjarna Manchester United hefur fengið væna sekt á Ítalíu fyrir að falsa gögn og ljúga til um raunverulega foreldra sína þegar hann flutti frá Fílabeinsströndinni til Evrópu.
Manchester United keypti Diallo frá Atalanta nú í janúar og kostaði þessi 18 ára gamli leikmaður tæpar 40 milljónir punda. Diallo og bróðir hans voru dæmdir sekir á Ítalíu.
Þeir játuðu brot sitt til þess að sleppa við mögulegt leikbann, Diallo þarf að borga 42 þúsund pund eða Diallo 7 milljónir íslenskra króna til að greiða sína sekt.
Hamed bróðir hans leikur með Sassulo í Seriu A á Ítalíu. Í dómnum segir að þeir hafi falsað gögn til að komast til Ítalíu, í þeim kom fram að þar væru foreldrar þeirra en svo var ekki, þeir lugu til um foreldra sína til að komast til Ítalíu.
Diallo gekk í raðir Boca Barco árið 2015 en fór svo til Atalanta árið 2015 og þar komu þessi fölsuðu gögn við sögu.
Diallo var í fyrsta sinn í leikmannahóp Manchester United í gær en kom ekki við sögu í sigri á West Ham í bikarnum.