Stuttmyndin Já-Fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson er hluti af 10 mynda forvali sem besta teiknaða stuttmynd ársins 2020 á Óskarnum. Myndin var frumsýnd 24. janúar 2020 á Minimalen Short Film Festival í Þrándheimi í Noregi. Myndin er rúmlega 8 mínútur að lengd og er talsett af m.a. Helgu Brögu Jónsdóttur, Jóni Gnarr og Ilmi Kristjánsdóttur. Myndin hefur verið sýnd á mörgum hátíðum og verður sýnd á Reykjavík International Film Festival í haust. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Gísla Darra frá kvikmyndahátíð í Annecy.
Lagið Husavik er einnig í forvali Óskarsins í ár sem besta lag. Lagið var samið fyrir myndina Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem Netflix framleiddi og var hluti af henni tekinn upp á Íslandi. Lagið er sungið af Will Ferrel og My Marianne. Lagið sló í gegn um allan heim og sat víða í efstu sætum vinsældarlista. Einnig er lagið komið með rúmlega 23 milljónir spilanna á Spotify og rúmlega 8 milljónir á YouTube.
DV óskar Gísla Darra innilega til hamingju en það kemur í ljós 15. mars hvaða 5 verk í hverjum flokki hljóta tilnefninguna.
Uppfært: Við fyrstu var sagt að Atli Örvarsson hefði samið lagið Husavik en það er ekki rétt þó að hann hafi samið tónlistina fyrir Eurovision: The Story of Fire Saga