Elisabeth móðir Jurgen Klopp er fallin frá, hún lést í Þýskalandi 81 árs gömul. Sonur hennar, Jurgen getur ekki mætt í jarðarför hennar vegna COVID-19.
Hertar ferðatakmarkanir eru á milli landanna og getur Klopp því ekki farið í útför hennar. Elisabeth giftist föður Jurgen árið 1960. Norbert og Elisabeth áttu saman þrjú börn en Klopp var yngstur þeirra.
Norbert féll frá árið 2000 þá 66 ára gamall, það hefur alltaf setið í Klopp að faðir hans hafi ekki getað séð hann ná frábærum árangri með Liverpool.
„Hún var mér allt,“ skrifar Klopp í minningargrein sem birtist í Schwarzwaelder Bote í Þýskalandi.
„Hún var frábær móðir í alla staða, sem strangtrúuð kristin manneskja þá veit ég að hún er á betri tsað núna.“
Það tekur á fyrir Klopp að geta ekki labbað síðasta spölinn með móður sinni. „Staðreyndin er sú að ég get ekki mætt í jarðarför hennar vegna þessara tíma sem við lifum á. Um leið og aðstæður leyfa þá höldum við fallega kveðjustund fyrir hana.“