fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Guðmundur í Bónus – „Ekki hafa áhyggjur. Hann fer út á undan þér“

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 12:00

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdarstjóri Bónus Mynd: Heiða Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er í opnuviðtali hjá Morgunblaðinu í Viðskipta Mogganum í dag. Þar ræðir hann hvernig það kom til að hann varð framkvæmdastjóri stærstu matvöruverslunarkeðju landsins og talar um hver markmið hans sem framkvæmdastjóra eru.

„Bón­us er ekki deilda­skipt. Ég sé um inn­kaup­in og reikn­ing­ana og ég sem um verðið, stelp­urn­ar sjá svo um það sem skipt­ir máli. Ég byrja alltaf dag­inn á því að fara yfir reikn­inga frá birgj­um sem bíða mín í tölv­unni. Svo fer ég yfir nót­urn­ar og at­huga hvort verðið sé ekki rétt. Ég nota tölvu­pósta eins mikið og ég get – finnst það frá­bært tól og spar­ar mik­inn tíma og held­ur utan um sam­skipta­sög­una. Maður sem­ur um eitt­hvað og það er þá til á pósti. Ég er hins veg­ar lítið í sím­an­um. Finnst leiðin­legt að tala í síma,“ segir Guðmundur.

Guðmundur byrjaði hjá Bónus í áfyllingum árið 1992 og ári seinna var hann orðinn verslunarstjóri í Bónus Faxafeni. Hann stóð sig vel þar og á árunum 1995-1997 starfaði hann sem aðstoðarmaður Jóns Ásgeirs en tók síðan við sem framkvæmdastjóri Bónuss árið 1998. Þá hafði hann á 6 árum unnið sig upp hjá fyrirtækinu frá áfyllingastarfsmanni yfir í framkvæmdastjóra.

 

Heitur fundur

„Það hafa marg­ir komið að fé­lag­inu í gegn­um tíðina. Bæði í stjórn og svo hef­ur eign­ar­haldið tekið breyt­ing­um. All­ir hafa haft skoðun á því sem maður er að gera og hef ég þurft að eyða orku í að verja hug­mynda­fræðina að baki Bón­uss. Verja það sem mér var trúað fyr­ir í upp­hafi,“ segir Guðmundur og kemur með skemmtilega sögu.

„Á ein­um stefnu­mót­un­ar­fund­in­um var stór aðili sem átti í Hög­um og fór mik­inn; vildi hækka verð [í Bón­us-búðunum] úti á landi og vildi ekki að höfuðborg­ar­bú­ar væru að niður­greiða vöru­verð út á land. Ég sagði að það kæmi ekki til greina á minni vakt enda mín skoðun sú að þessu væri í raun öf­ugt farið. Því flest­ar inn­lend­ar vör­ur, eins og til dæm­is all­ar land­búnaðar­vör­ur sem við selj­um, væru fram­leidd­ar úti á landi og ættu því í raun að vera ódýr­ari þar, en þá sagði hann: „Þá læt ég bara skipta þér út,“ Þá upp­hófst mikið rifr­ildi og hlé var gert á fund­in­um.“ en að Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónus, sagði við hann í fundarhléinu: „Ekki hafa áhyggjur. Hann fer út á undan þér. Þú heldur bara þínu striki.“

 

Ætlaði að hætta

Í febrúar 2020 sagði Guðmundur upp störfum sem framkvæmdastjóra vegna ósættis um stefnu sem Hagar voru að taka.

„Ég var til dæm­is ósátt­ur við kaup­in á Olís en með þeim misst­um við þrjár Bón­us-búðir, á Hall­veig­ar­stíg, á Smiðju­vegi og í Faxa­feni. Áður en Hag­ar keyptu Olís og Reykja­vík­ur Apó­tek ræddu fjár­mála­sér­fræðing­ar um að Hag­ar skulduðu ekki nógu mikið og allt í einu heyrði maður hug­tök sem maður skildi ekki al­veg; ég hélt að best væri að skulda sem minnst. Ég tel að best sé að vaxa á eig­in verðleik­um. Vöxt­ur­inn á að koma inn­an frá,“ segir Guðmundur en stefnan hjá feðgunum Jóhannesi og Jón Ásgeiri sem stofnuðu Bónus var að ef Hagar eignuðust eitthvað skyldi það koma neytendum til góða.

„Hag­ar fengu und­anþágu frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu til að kaupa apó­tek og olíu­fé­lag. Við þurf­um að leggja okk­ur fram um að sýna að slíkt eign­ar­hald Haga komi neyt­end­um að lok­um til góða. Ann­ars tel ég að Hag­ar ættu al­mennt ekki að kaupa fyr­ir­tæki ef Sam­keppnis­eft­ir­litið þarf að gera und­anþágur og/​eða setja skil­yrði fyr­ir því og ávinn­ing­ur neyt­enda er ekki aug­ljós,“ segir hann en hann er hættur við að hætta eftir að byrjað var að vinna í að laga þessa stefnu hjá Högum sem Guðmundur var ósammála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur