Framherjinn Aron Jóhannsson er á leið til pólska liðsins Lech Poznan samkvæmt fjölmiðlum í Póllandi.
Vefmiðillinn SportoweFakty segir að Aron sé á leið í læknisskoðun og muni síðan skrifa undir tveggja og hálfs árs samning.
Aron hefur verið á mála hjá Hammarby síðan árið 2019 en yfirgaf sænska liðið eftir síðasta tímabil. Hjá Hammarby spilaði Aron 37 leiki, skoraði 15 mörk og gaf tvær stoðsendingar.
Þá hefur hann einnig leikið með Werder Bremen, AZ Alkmaar, AFG og Fjölni á sínum ferli.
Aron á að baki 10 leiki fyrir u21-landslið Íslands en ákvað á sínum tíma að leika fyrir A-landslið Bandaríkjanna eftir að hafa verið gjaldgengur í landsliðið ytra. Hann á að baki 19 landsleiki fyrir Bandaríkin og hefur skorað 4 mörk í þeim landsleikjum.
Z moich informacji wynika, że Lech Poznań sięga po bardzo, bardzo ciekawego napastnika: https://t.co/Q2jCix3qRq
— Piotr Koźmiński (@UEFAComPiotrK) February 9, 2021