Ekkert verður af rannsóknarverkefni Pfizer og Íslands sem hefði falið í sér bólusetningu meirihluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Fundur milli fulltrúa Pfizer annars vegar og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Kára Stefánssonar hins vegar um málið stóð yfir síðdegis í dag og var hugmyndin jörðuð á fundinum. Þeir félagar útskýra stöðu mála í Kastljósi í kvöld.
„Það var mat Pfizer að hér væru of fá tilfelli til þess að framkvæma rannsókn af þessu tagi. Við höfðum engin haldbær rök gegn því,“ sagði Kári Stefánsson í samtali við mbl.is.
Íslendingar eru margir mjög vonsviknir og höfðu alið með sér von um fjöldabólusetningu sem hefði kallað á opnun landsins og aukið frelsi á stuttum tíma. Samfélagsmiðlar loga af bömmer og virðast Twittverjar þó annað hvort vera sárir eða tilbúnir að snúa þessu öllu upp í grín strax.
Kemur svo í ljós að Bolli í Sautján er frumheimildin í þessu Pfizer-frenzyi
— Helgi Seljan (@helgiseljan) February 9, 2021
Ísland verður AstraZenica tilraunalandið og það vex auka handleggur á bakið á okkur öllum.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 9, 2021
Fyrst og fremst verð ég að lýsa yfir vonbrigðum með ansi marga áreiðanlega heimildarmenn vina minna.
— Viktoría Hermannsdóttir (@Viktoriaherm) February 9, 2021
Upplýsingar um rannsóknina sem við fáum ekki að þátt í er bara ekki það sem mig langar að heyra núna. Rub it in Einar.
— Katrín Atladóttir (@katrinat) February 9, 2021
Ég sem var tilbúinn með brandarann “Allir eru að pfá-zér”.
— ᴊóʜᴀɴɴᴇs ᴛʀʏɢɢᴠᴀsᴏɴ (@josi_josi_josi) February 9, 2021
Var þetta Pfizer dæmi ekki bara einhver félagsfræðirannsókn? Koma af stað orðrómi um eitthvað sem var ekki að fara að gerast og sjá svo viðbrögð og tilfinningasveiflur landsmanna og svona.
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) February 9, 2021
munaði mjóu pic.twitter.com/nJUqArxADb
— Atli Fannar (@atlifannar) February 9, 2021
Loksins þegar við vorum í alvörunni góð í einhverju, og útlendingar viðurkenndu það, fengum við ekki framfyrir í röð!
— Helgi Seljan (@helgiseljan) February 9, 2021
Hvern tölum við við um að gera rannsókn á því þegar 370 þúsund manns fá taugaáfall á sama klukkutíma?
— siggi mús (@siggimus) February 9, 2021
Þetta er áfall, stóra áfallið.
Mikli skellur.
— Logi Pedro (@logipedro101) February 9, 2021
Engar áhyggur, Einar frændi minn var búinn að segja þetta er 100% frágengið
— gunnare (@gunnare) February 9, 2021
Þetta minnir mig á þegar ég reyndi að komast fram fyrir röð í Sjallanum því ég þekkti dyravörðinn en ég þekkti hann bara því hann henti mér út helgina á undan fyrir að pissa á gólfið.
— Bragi (@bragakaffi) February 9, 2021
Ef einhver er að velta fyrir sér hvort við fáum bóluefni fyrir alla Íslendinga frá Pfizer þá mæta bæði Þórólfur og Kári í Kastljós í kvöld. #kastljós
— Einar Þorsteinsson (@Ethorsteinsson) February 9, 2021