Amad Diallo er á meðal varamanna Manchester United sem mætir West Ham í enska bikarnum í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem Diallo er í leikmannahóp Manchester United en hann gekk til liðs við félagið frá Atalanta fyrir 37 milljónir punda í janúar.
Diallo hefur átt frábærar frammistöður með varaliði Manchester United undanfarnar vikur. Hann hefur spilað tvo leiki með liðinu, skorað þrjú mörk og gefið tvær stoðsendingar.
„Amad hefur notið sín á vellinum og hefur aðlagast lífinu á æfingasvæðinu mjög vel,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United á dögunum.
Diallo á að baki 5 leiki með aðalliði Atalanta þar sem hann skoraði eitt mark.
🚨 Presenting tonight’s starting XI, featuring @AmadDiallo_19 among the subs…
— Manchester United (@ManUtd) February 9, 2021