fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

„Það er ekkert annað framundan en að þreyja þorrann,“ segir Kári

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 17:54

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar Mynd:Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir rangt að túlka höfnun Pfizer á því að setja hér í gang rannsóknarverkefni sem fæli í sér bólusetningu meirihluta þjóðarinnar, á þann hátt að betra hefði verið fyrir Íslendinga að ná verri árangri í sóttvörnum. Viðræður Kára og Þórólfs Guðnasonar við lyfjaframleiðandann um mögulegt rannsóknarverkefni hafa staðið yfir með hléum frá því í desember. Niðurstaða Pfizer er sú að smit séu of fá hér til að verkefnið skili fýsilegri þekkingu.

„Eina réttlætingin fyrir því að hingað komi 500 þúsund skammtar af þessu bóluefni, fram fyrir röðina, væri sú að þá mætti búa til nýja þekkingu sem myndi gagnast afgangi heimsins. Það er ekkert annað. Við eigum engan sérstakan rétt á því að fá bóluefni á undan öðrum. Það má leiða rök að því að okkur hafi gengið svo vel að hemja þennan faraldur að við eigum minni rétt en aðrir til að fá bóluefni.“

Blaðamaður spurði hvort við ættum þá að líta á þetta jákvæðum augum.

„Ég er alls ekki að segja að við eigum að líta á þetta jákvæðum augum. Þetta er bara staðreynd. Svona er lífið. Réttlætingin fyrir því að gera þessa tilraun, til að flytja þessa skammta til landsins, var sú að þannig mætti sækja nýja þekkingu. Mat manna á þessum fundi var að tilfellin væru of fá á Íslandi í dag að það yrði erfitt að kreista það út úr þeim sem væri nægjanlega mikið til að réttlæta það að flytja þessa skammta til Íslands. Það er ósköp einfalt.“

„Það er ekkert annað framundan en að þreyja þorrann og bíða eftir því að við fáum bóluefni í sömu röð og aðrir,“ segir Kári.

 

Sjá einnig: Pfizer blés tilraunaverkefnið af borðinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“