Einar Þorsteinsson, einn umsjónarmanna Kastljóss, birti færslu á Twitter rétt í þessu þar sem hann tilkynnir gesti kvöldsins í Kastljósi en það munu vera þeir Kári Stefánsson og Þórólfur Guðnason.
Ef einhver er að velta fyrir sér hvort við fáum bóluefni fyrir alla Íslendinga frá Pfizer þá mæta bæði Þórólfur og Kári í Kastljós í kvöld. #kastljós
— Einar Þorsteinsson (@Ethorsteinsson) February 9, 2021
Einar gefur í skyn að rætt verði um sögusagnirnar með að Ísland verði bólusetningar tilraunaríki hjá Pfizer. Fyrir liggur að þeir Þórólfur og Kári eiga fund með fulltrúum Pfizer í dag þar sem línur ættu að skýrast varðandi ákvarðanir um stórt rannsóknarverkefni sem felur í sér bólusetningu stórs hluta þjóðarinnar fyrir Covid-19. Margir vonast eftir stórtíðindum í Kastljósi í kvöld en það kemur í ljós.