fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Rafmögnuð spenna vegna stóra Pfizer-fundarins í dag – „Við vonumst eftir samningsdrögum á fundinum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 13:31

Höfuðstöðvar Pfizer. Mynd: Fréttablaðið/epa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þórólfur hefur gefið út að við erum að bíða eftir að fá samningsdrög og við vonumst eftir samningsdrögum á fundinum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, í stuttu spjalli við DV um stöðuna varðandi viðræður Íslendinga við lyfjaframleiðandann Pfizer um rannsóknarverkefni sem felur í sér bólusetningu stórs hluta þjóðarinnar með bóluefni Pfizers við Covid-19.

Ekki náðist í Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en embætti sóttvarnalæknis heyrir undir Landlæknisembættið. Kjartan var ekki með tímasetningu fundarins við Pfizer-menn á hreinu en taldi að fundinum yrði lokið kl. 17 eða 18 að íslenskum tíma. „Aðeins Þórólfur veit nákvæmlega hvenær fundurinn verður,“ sagði Kjartan.

En hverjir sitja þennan mikilvæga fund fyrir Íslands hönd? Kjartan segir það öruggt að Þórólfur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sitji fundinn. „Það er hugsanlegt að nokkrir íslenskir vísindamenn sitji fundinn sem áheyrnarfulltrúar en síðan verða þarna vísindamenn frá Pfizer,“ segir Kjartan.

Kjartan segist ekki eiga von á því að nokkuð verði gefið út um efni fundarins í dag eða kvöld en líklega berist einhver tilkynning um hvað fór fram á fundinum á morgun. Kjartan telur nánast útilokað að efnt verði til blaðamannafundar eða opins upplýsingafundar á morgun um málið og því síður í dag eða kvöld.

„Það er ekki í kortunum að halda kynningarfund á morgun. Við höfum ríka upplýsingaskyldu við almenning en við höfum líka upplýsingaskyldu við yfirvöld og Þórólfur mun fyrst upplýsa sinn ráðherra [Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra – innsk. DV] um hvað fór fram á fundinum,“ segir Kjartan.

Miklar sögusagnir hafa verið í samfélaginu um yfirvofandi fjöldabólusetningu með bóluefni frá Pfizer. Ljóst er að þær sögur hafa ekki verið með öllu úr lausu lofti gripnar en staða málsins skýrist á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“