fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Réttað yfir Donald Trump í dag – Allt sem þú þarft að vita um réttarhöldin

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 14:02

Trump er til rannsóknar vegna meints kosningasvindls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efri deild Bandaríkjaþings tekur í dag til umfjöllunar ákæru til embættismissis gegn Donald Trump sem neðri deildin höfðaði á síðustu dögum forsetans í embætti í síðasta mánuði.

Áður var forsetinn ákærður fyrir að hafa reynt að egna stjórnvöldum í Úkraínu áfram í að rannsaka fjármál og umsvif sonar Joe Biden. Efri deildin sýknaði Trump af þeirri ákæru.

Nú er hann ákærður fyrir að hafa hvatt til óeirða og árásar gegn þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn, en Bandaríkjaþing fjallaði á þeim tíma um niðurstöður kosninga. Er ætlun Trumps sögð hafa verið að koma í veg fyrir að þingið staðfesti niðurstöður kosninganna sem Donald Trump tapaði.

Ákæra til embættismissis virkar þannig að þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eða neðri deildinni, leggur fram frumvarp um að ákæra eigi forsetann. Fjallað er um frumvarpið samkvæmt venju eins og um væri að ræða hvert annað frumvarp og svo að lokum kosið um það. Einfaldur meirihluti nægir til þess að gefa út ákæruna.

Efri deildin tekur þá boltann. Í efri deildinni sitja 100 þingmenn, tveir frá hverju ríki, og er kjörtímabilið þeirra heil sex ár. Flokkarnir tveir í efri deildinni semja svo sín á milli um hvernig fjallað verði um ákæruna. Samningur á milli flokkanna liggur nú fyrir og verður kosið um þann samning á þinginu í dag klukkan eitt að staðartíma, sex í kvöld að íslenskum tíma.

Samningurinn kveður á um það að saksóknari í málinu og verjendur Trumps hafa hvort um sig 16 klukkustundir. Sækjandi í máli er fulltrúi neðri deildarinnar, sem gaf út upphaflegu ákæruna með atkvæðagreiðslu sinni í janúar. Verjendur Trumps eru svo lögmenn sem hann sjálfur skipar. Þeir munu flytja mál sitt fyrir þingmönnunum 100 í efri deildinni, sem dæma svo í málinu með atkvæðagreiðslu sinni um hvort sýkna eigi eða sakfella.

Opið verður fyrir vitnaleiðslur, en enn er óvíst hvort einhver hliðin muni nýta sér þann möguleika. Þá er gert ráð fyrir því að þingmenn efri deildarinnar geti beint spurningum að báðum aðilum. Að því loknu mun hvor hlið um sig fá tvær klukkustundir til þess að flytja lokaávarp sitt.

Þingið mun svo fjalla um málið eins og þau fjalla um önnur mál og að endingu greiða atkvæði um það hvort sakfella eigi Trump. Tekist hefur verið á um það undanfarið hvort ákæran standist stjórnarskrá, en Trump er auðvitað ekki forseti Bandaríkjanna lengur. Hvernig er hægt að ákæra embættislausan mann til embættismissis? Ljóst er að þetta verður án efa liður í vörn Trumps í málinu.

En embættislaus embættismissir er ekki það eina sem Trump þarf að óttast í málinu. Verði hann fundinn sekur um afglöp í embætti mun hann missa ýmis fríðindi sem fylgja því að vera fyrrverandi forseti. Þar á meðal er dagleg skýrsla um þjóðaröryggismál, ferðastyrkur upp á milljón dali á ári, öryggisgæsla bandarísku leyniþjónustunnar og fleira.

Af þessu þarf Trump þó ekki að hafa neinar áhyggjur: Niðurstöðurnar eru svo gott sem fyrir fram gefnar. Til að sakfella Trump þarf 2/3 meirihluta í efri deildinni, það eru 67 þingmenn. Demókratar hafa í dag 50 af þeim 67 sem þeir þurfa. 17 repúblikanar þyrftu því að stökkva á vagn demókratanna, sem er afar ólíklegt.

Næstu dagar munu því fara í munnlegan málflutning beggja hliða og mun hann halda áfram fram á föstudag, hið minnsta. Samið hefur verið um það að virða hvíldardag gyðinga, á laugardaginn. Taki munnlegur málflutningur lengri tíma en fram á föstudag verður því haldið áfram á sunnudag.

Ef svo ólíklega vill til að efri deildin sakfelli Trump gætu þeir haldið áfram á þeirri vegferð og kosið um hvort útiloka eigi Trump frá því að bjóða sig fram aftur til opinbers embættis hjá alríkinu. Slíkt myndi binda endi á vonir hans um að taka seinna kjörtímabilið sitt út síðar um ævina. Reyndar eru fleiri takmarkandi þættir í þeim efnum. Í fyrsta lagi eru fjögur ár langur tími í pólitík og þó Trump sé í dag að mælast vinsælasti repúblikaninn „á markaðnum,“ er alls kostar óvíst hvort honum takist að teygja á þeim vinsældum í um þrjú ár, eða fram að næsta prófkjörstímabili repúblikana. Þá er Donald í dag 74 ára gamall og í yfirvigt. Þó hann sé hress í dag getur náttúran verið grimm þegar menn nálgast níræðisaldurinn.

Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu af réttarhöldunum á vef C-Span, sem nálgast má hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“