fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

120 milljóna krafa hans Barkar varð að engu – Var grunaður um morð á Litla Hrauni

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 09:57

Börkur Birgisson leiddur inn í Héraðsdóm Reykjavíkur árið 2012. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær ríkið af kröfum Barkar Birgissonar um 120 milljóna skaðabætur vegna dvalar hans í gæsluvarðhaldi og á öryggisgangi á Litla Hrauni í 18 mánuði.

Krafa Barkar var sundurliðuð svona:

110.200.000 kr. vegna vistunar á öryggisgangi í 18 mánuði.
800.000 kr. vegna ummæla sem látin voru falla í tengslum við málið.
9.700.000 kr. vegna líkamsleitar sem fram fór í fangelsinu.

Forsaga málsins er sú að í maí 2012 lést Sigurður Hólm Sigurðsson í klefa sínum í fangelsinu að Litla Hrauni. Grunur féll á Börk og Annþór Kristján Karlsson um að hafa orðið honum að bana.

Þeir félagar Börkur og Annþór voru þá úrskurðaði í gæsluvarðhald til þess að halda þeim í einangrun í fangelsinu. Einum degi áður en sá gæsluvarðhaldsúrskurður rann út barst þeim bréf um að þeir skyldu afplána eftirstöðvar refsivistar sinnar á öryggisgangi, þar sem þeir dvöldu í 18 mánuði.

Börkur og Annþór voru síðar sýknaðir af ákæru um að hafa átt þátt í dauða Sigurðar Hólms.

Lögmaður ríkisins hélt því fram við málsmeðferðina að sú ráðstöfun fangelsisyfirvalda að vista þá á öryggisgangi hefði ekki verið hluti af rannsókn á andláti Sigurðar, heldur hefði vistunin komið til vegna þess að aðrir fangar hefðu kvartað yfir auknu ofbeldi í fangelsinu meðan þeir voru þar. Samskonar sögur voru sagðar af lögreglufulltrúum og fangavörðum, sem sögðust hafa þurft að þola hótanir af hálfu Barkar. Réttast var því talið að vista þá á öryggisgangi til þess að senda skilaboð um að slíkt yrði ekki liðið í fangelsinu.

Börkur hélt því fram að vistunin á öryggisgangi hefði verið honum einkar þungbær, hann hefði ekki getað sinnt störfum sínum sem ritari Afstöðu, félags fanga, og að ráðstöfunin væri bersýnilega tengd rannsóknar lögreglu á morði Sigurðar, sem hann reyndist svo saklaus af.

Niðurstaða dómara var þá sú að hegðun Barkar hefði ein og sér réttlætt vistun hans á öryggisgangi á Litla Hrauni, og sýknaði því ríkið af kröfum hans. Þá sagði einnig að líkamsleit sem Börkur var látin gangast undir í tengslum við heimsóknir í fangelsið væru réttmætar. „Telst málefnalegt að mati dómsins að slíkri leit sé beitt í ríkari mæli en ella þegar um er að ræða fanga sem slík ógn er talin stafa af að réttlæti vistun á öryggisdeild.“

Ríkissjóður skal samkvæmt dómnum greiða þóknun lögmanns Barkar, en annar málskostnaður fellur niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“