fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Hafa miklar áhyggjur – Þarf að hugsa upp nýja nálgun vegna stökkbreytts afbrigðis veirunnar?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 07:04

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk breskra heilbrigðisyfirvalda gengur nú hús úr húsi á þeim svæðum í Bretlandi þar sem hið mjög svo smitandi suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar hefur greinst. Með þessu er vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að afbrigðið breiðist enn frekar út.

„Við gerum allt sem við getum og viðbrögð fólks eru góð. Við vonumst til að geta einangrað þetta nýja afbrigði áður en það dreifir sér enn frekar. En þetta er því miður bara von,“ sagði Edward Argar, aðstoðarheilbrigðisráðherra, í viðtali hjá BBC í gær.

Áhyggjur heilbrigðisyfirvalda má rekja til þess að ný suður-afrísk rannsókn sýnir að þau bóluefni sem búið er að þróa gegn kórónuveirunni, sérstaklega bóluefnið frá AstraZeneca, virka ekki sérstaklega vel gegn suður-afríska afbrigðinu. Í Suður-Afríku hafa yfirvöld ákveðið að fresta bólusetningum með bóluefninu frá AstraZeneca en þar áttu bólusetningar með einni milljón skammta af bóluefni frá fyrirtækinu að hefjast í vikunni. Þetta hefur vakið áhyggjur í Bretlandi því bóluefnið frá AstraZeneca er hornsteinninn í bólusetningaáætlunni þar í landi.

Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í gær að yfirvöld hafi enn mikla trú á þeim bóluefnum sem eru nú þegar komin á markaðinn. „Það er mikilvægt að muna að þótt það veiti kannski minni vörn gegn suður-afríska afbrigðinu hvað varðar mild sjúkdómseinkenni þá er ekkert sem bendir til að það veiti ekki vörn gegn alvarlegum veikindum og dauða, frekar þvert á móti,“ sagði Johnson í gær.

Rannsókn á bóluefninu frá Johnson & Johnson, sem líkist bóluefninu frá AstraZeneca, sýnir að það veitir rúmlega 89% vörn gegn alvarlegum veikindum og enginn hefur látist af völdum COVID-19 eftir að hafa fengið þetta bóluefni.

Nú er unnið að enn frekari þróun bóluefnisins frá AstraZeneca svo það veiti vörn gegn þekktum afbrigðum veirunnar. Reiknað er með að ný útgáfa bóluefnisins verði tilbúin í haust.

Talið er að bóluefnin frá Moderna og Pfizer veiti einnig minni vörn gegn suður-afríska afbrigðinu en öðrum afbrigðum.

Útbreiðsla nýrra stökkbreyttra afbrigða, sem bóluefni virka ekki eins vel gegn, getur haft í för með sér að erfitt verður að koma í veg fyrir að ný afbrigði dreifi sér og því vill aðalhöfundur suður-afrísku rannsóknarinnar, á virkni bóluefnis AstraZeneca gegn suður-afríska afbrigðinu, að aðferðafræðin í baráttunni við veiruna verði hugsuð upp á nýtt. „Niðurstöðurnar benda til að það þurfi að hugsa upp á nýtt hvort það sé mögulegt að ná hjarðónæmi. Kannski verðum við að einbeita okkur að því að vernda áhættuhópa gegn alvarlegum veikindum í staðinn,“ sagði Shabir Madhi.

Vaxandi fjöldi sérfræðinga telur nú nánast ómögulegt að við getum gert algjörlega út af við veiruna og því þurfum við að læra að lifa með nýjum sjúkdómi sem herjar á alla heimsbyggðina. Breskir sérfræðingar hafa nefnt að hugsanlega þurfum við að sætta okkur við að fá reglulega bólusetningu, hugsanlega þrisvar á ári, gegn veirunni sem muni stökkbreyta sér sí og æ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”