Axel Óskar Andrésson hefur skrifað undir samning við Riga FC en hann greinir frá þessu á Instagram síðu sinni. Riga FC hefur unnið deildina í Lettlandi þrjú ár í röð.
Axel er 23 ára gamall varnarmaður en hann ólst upp í Aftureldingu, hann hélt ungur að árum til enska liðsins Reading.
Axel hafði farið á láni í neðri deildir Englands áður en hann samdi við Viking í Noregi. Meistararnir í Lettlandi keyptu Axel frá Viking í Noregi.
Riga náði samkomulagi um kaupverðið á dögunum og hélt Axel til Dubai þar sem liðið er í æfingaferð.
Axel skrifaði svo undir samning við félagið í dag með snekkju í bakgrunn eins og sjá má hér að neðan.