fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Gagnrýna umfjöllun fjölmiðla um drengi í skólakerfinu – Telja hana byggja á veikum grunni og vera þreyttan málflutning

Eyjan
Mánudaginn 8. febrúar 2021 18:03

Þorsteinn V. Einarsson, umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskan. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get orðið vonlaus þegar ég heyri hugmyndir eða orðræðu koma upp kannski í þriðja sinn frá því að ég byrjaði í þessu fyrir 20 árum síðan. Eins og drengjaorðræðuna […] um daginn kom einhver fram [í fjölmiðlum] sem hafði engar forsendur, engan bakgrunn eða pælingar og er að gera stórkostlegar „uppgötvanir“ sem við erum búin að fara oft í gegnum […] dáldið þreyttur málflutningur,“ segir Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands í hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar.

Þorgerður segir jafnframt: „Fyrsta bylgja drengjaorðræðunnar var sú að skólinn væri svo kvenlæg stofnun, þar væri allt á forsendum stelpna og drengir færu halloka. […] Skólakerfið er ekkert endilega kvenlægt. Kom í ljós að strákar fá 75-80% athygli kennara, bæði neikvæða og hrós […] Það kom í ljós að það var ekki endilega kyn kennara sem skýrði frammistöðu drengja. […] Það er oft hrapað að niðurstöðum. […] Samhengið sem þetta er sett í er að jafnréttisumræðan sé komin of langt og strákarnir hafa gleymst, en það er búið að halda fjórar eða fimm ráðstefnur um stráka en t.d. ekkert um stelpur. Þeir hafa því ekkert gleymst.“ 

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng og Þorgerður: 

„Ég hef hagsmuni allra nemenda að leiðarljósi. Ég held að i drengjamenningu er agaleysi og tilhneyging til að skilgreina sig frá stúlkum. Stúlkum er uppálagt iðni, hlýðni og vera þöglar, þá vill strákur sem kennir sig við karlmennsku, hann vill ekki þetta og allt þetta gerir þig að hæfum nemanda.“ sagði Hanna Björg í viðtalsþættinum Karlmennskan á Hringbraut. Hanna Björg telur hundinn grafinn í íhaldssömum ríkjandi karlmennskuhugmyndum 

„Að skoða þetta ekki sem tengt vandamálum hjá strákum og meintri lestrarvankunáttu, það er óverjandi.“

Samfélagsmiðillinn Karlmennskan, sem er í umsjón Þorsteins V. Einarssonar sem jafnframt tók viðtölin við Þorgerði og Hönnu Björg, spyr hvort drengirnir hafi gleymst í skólakerfinu og svarar því sjálfur neitandi:

„Hins vegar mættum við vinna markvisst gegn þeim félagslegu breytum sem valda strákum, stúlkum og hinsegin nemendum vanda og vanlíðan. Það eru rótgrónar feðraveldis hugmyndir um kyn sem er (ómeðvitað) viðhaldið í skólakerfinu,“ segir Þorsteinn og ennfremur:  „Á meðan karlmennska byggir á aðgreiningu frá kvenleika ætti það ekki að koma á óvart að strákar séu almennt verri námsmenn en stúlkur. Þetta er samspil menningar og persónubundinna viðhorfa sem hafa svo áhrif á hegðun.“ 

Sjá má viðtalið við Hönnu Björg á Hringbraut hér: 

https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/karlmennskan/ 

Podcastið með viðtali við Þorgerði finna hér:

https://open.spotify.com/episode/2CDNTihtlVA7jKitGTxpgh?si=6KzQ36qgSCi-QFYPJnaE2w 

 

Sjá einnig Instagram-síðu Karlmennskunnar 

https://www.instagram.com/p/CLCN5dZALyl/?igshid=1t2mrzqk6mmt3

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum