Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður Astana í Kazakhstan gæti verið að færa sig um set ef marka má Hjörvar Hafliðason, Dr. Football.
Rúnar Már er samkvæmt Hjörvari líklega að ganga í raðir CFR Cluj í Rúmeníu, sem hefur síðustu ár verið besta liðið þar í landi.
Rúnar er þrítugur miðjumaður sem ólst upp á Sauðárkróki en lék með Val hér á landi áður en hann hélt í atvinnumennsku árið 2013.
Rúnar hefur leikið í Sviss, Svíþjóð, Hollandi og nú síðustu tæpu tvö árin í Kazakhstan.
Miðjumaðurinn knái hefur verið í nokkur stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu síðustu mánuði og ár, þá oftar en ekki sem kantmaður.