Knattspyrnumenn á Englandi eru oftar en ekki duglegir að kaupa sér nýja bíla, nýr bíll getur glatt þá marga og það sést oftar en ekki á bílasölum á Englandi.
Ensk blöð fjalla reglulega um það að leikmenn séu að selja bílana sína, The Sun birtir eina slíka í dag og þar virðist vera hægt að gera góð kaup.
Fyrrum markvörður enska landsliðsins, Jack Butland er að selja Range Rover bifreið sína og Emre Can fyrrum miðjumaður Liverpool er að selja Benz bílinn sin.
Þá eru fleiri góðir til sölu eins og sjá má hér að neðan.
JACK BUTLAND Range Rover Sport, 17,3 milljónir
Markvörður Stoke keypti sér þennan kraftmikla Range Rover árið 2018, hann lét breyta honum öllum og fór ekki að nota hann fyrr en árið 2019. Bíllinn er með sér hannað áklæði sem minnir um margt á fótbolta.
EMRE CAN – Mercedes-Benz S Class, 9,5 milljónir
Þýski miðjumaðurinn vildi keyra um á þýskum bílum þegar hann var á Englandi, rúm tvö ár eru síðan Can yfirgaf Liverpool en hann er nú fyrst að setja Benz bílinn á sölu. Bíllinn er keyrður tæpa 50 þúsund kílómetra.
Huldumaðurinn:
Bentley Bentayga, £124,995
Mercedes-Benz G Class, £109,995
Annar knattspyrnumaður er að selja tvo af jeppunum sínum en samkvæmt The Sun vill hann ekki að nafn sitt komi fram við söluna. Um er að ræða tvo rosalega bíla og ljóst er að um vel efnaðan knattspyrnumann er að ræða. Bentley jeppinn og Benz G Class eru á meðal dýrustu jeppa sem hægt er að kaupa sér.