Micah Richards og Roy Keane, hafa myndað skemmtilegt teymi á SkySports í kringum umfjöllun á ensku úrvalsdeildinni. Richards stemmingsmaður á meðan að Roy Keane varla brosir og er harðbeittur í nálgun sinni á leikjum.
Richards barst beiðni um daginn frá aðdáanda um að sýna Roy Keane tiltekið myndband sem hafði vakið mikla lukku á samfélagsmiðlinum TikTok. Í myndbandinu má sjá tölvugerðan Roy Keane, fagna marki í tölvuleiknum FIFA með því að stíga dans, eitthvað sem hann hefði aldrei gert sjálfur á knattspyrnuvellinum.
Keane stökk varla bros á meðan að Micah Richards og Graeme Souness, sérfræðingar á SkySports gátu varla hætt að hlægja.
A lot of fans asked me to show Roy a funny video from TikTok and I wasn’t going to let you all down… I just can’t play you the real audio 🤣😡 pic.twitter.com/a4BbKH8UBo
— Micah Richards (@MicahRichards) February 7, 2021