Mat Ryan, var valinn fram yfir Rúnar Alex um helgina í fjarveru Bernd Leno og spilaði sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í 1-0 tapi gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Mat Ryan hefur alla tíð verið dyggur stuðningsmaður Arsenal og því draumur að rætast hjá honum að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið sem hann studdi sem barn en honum var fljótlega kippt á jörðina.
Ollie Watkins kom Aston Villa yfir með marki á 2. mínútu og reyndist það eina mark leiksins.
„Fyrir utan byrjunina á leiknum fannst mér við eiga hlutdeild í leiknum. Við vorum lengi af stað og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Mat Ryan í viðtali sem birtist á heimasíðu Arsenal.
Ryan er ennþá að venjast því að vera leikmaður Arsenal.
„Mér leið vel á vellinum. Það hefur verið hálf óraunverulegt að hugsa um að ég hafi verið að spila fyrir félagið sem ég studdi er ég ólst upp. Nú fer þetta að verða raunverulegt. Ég vildi fullkomna byrjun með sigri í mínum fyrsta leik en það gerðist ekki,“ sagði Mat Ryan, markvörður Arsenal.