fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ráðgátan um Sandy Island

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 07:01

Ætli Sandy Island hefði litið svona út? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagan um Sandy Island er ein stór ráðgáta. Allt fram til 2012 var hægt að finna eyjuna á sjókortum en hún var sögð vera á 19°15′ S 159°55′ A. En þegar ástralskir vísindamenn sigldu til eyjunnar 2012 fundu þeir hana ekki, það var ekkert nema sjór.

Maria Seton skildi þetta ekki, hnitin voru rétt, hún hefði átt að vera með fast land undir fótum en því var ekki að heilsa. Hér var ekkert nema sjór, sjór og aftur sjór. Hinir vísindamennirnir frá Sydney University voru í sömu sporum þeir skildu ekki upp né niður í þess. Það var því mikið af undrandi vísindamönnum um borð í rannsóknarskipinu RV Southern Surveyor. Af hverju voru þeir ekki á Sandy Island? Eyja á stærð við Manhattan hverfur ekki bara.

Í 136 ár var Sandy Island að finna á sjókortum. Hún átti að vera í Kyrrahafi, á milli Ástralíu og Nýju-Kaledóníu. Allt fram til 2012 var hægt að finna eyjuna á Google Maps.

Þegar Seton og samstarfsfólk hennar komu á réttan stað 2012 skein sólin og það var hlýtt. Ætlunin var að rannsaka þessa áður órannsökuðu Kyrrahafseyju. „Við vildum rannsaka hvernig eyjan liti út,“ sagði hún síðar við alþjóðlega fjölmiðla. En rannsóknarskipið gat ekki annað en siglt í hringi á því svæði þar sem sjókort sýndu að Sandy Island ætti að vera. Samkvæmt kortunum var hún 24 km á lengd og 5 km á breidd. En mælitæki skipsins mældu 1.400 metra sjávardýpi þar sem eyjan átti að vera. Það gat því ekki hafa verið eyja á þessum stað.

Það var engin eyja og engin pálmatré þar sem Sandy Island átti að vera. Mynd:Getty

Seton áttaði sig fljótlega á að hún hafði gert svolítið sem gengur gegn viðteknum venjum í vísindum og landkönnunum. Hún hafði „afuppgötvað“ Sandy Island. Eyjan var einfaldlega ekki til var niðurstaða leiðangursins, ekki nóg með það, því hún hafði aldrei verið til.

Af hverju?

En af hverju var hún þá á landakortum eins og Google Earth og National Geographic? Til að finna svarið verður að fara allt aftur til 1774 þegar James Cook, breskur skipstjóri og landkönnuður, var í könnunarleiðangri vestan við Ástralíu. Á fyrrgreindum stað kortlagði hann eyju og skýrði hana Sandy I. Hann fann síðan Nýju-Kaledóníu og Grande Terre síðar sama ár. Þetta gæti hafa verið upphafið að þeim ruglingi sem varð um 100 árum síðar. Þá sigldi hvalveiðiskipið Velocity um svæðið. Skipverjarnir áttu í vanda í úfnum sjó og köstuð að lokum akkeri við Chesterfield Islands, þar sem enginn bjó. Á leiðinni þangað sáu skipverjar óþekkt landsvæði sem skipstjórinn, J.W. Robinson, taldi vera Sandy Island. Eftir þetta var eyjuna að finna á fjölda sjókorta. Fyrst á áströlsku sjókorti, sem var gefið út 1879, og síðan á breskum kortum gefnum út 1908. Síðan rataði hún inn á fleiri sjókort. Eyjan er einnig í gagnagrunni bandaríska hersins frá 1982 og þaðan hefur hún væntanlega ratað til Google Maps og Google Earth.

James Cook sigldi um Kyrrahafið og kortlagði það. Mynd:Nahia Blanco Iturbe/Wikimedia Commons

En af hverju „afsönnuðu“ gervihnettir og herskip ekki tilvist hennar? Hópur radíóamatöra staðhæfði árið 2000 að eyjan væri ekki til en þeir eyddu tíma sínum í að finna auða staði á heimskortinu til að keppast um að senda hver öðrum útvarpsmerki frá ólíklegustu stöðum jarðarinnar. Þeir leituðu að Sandy Island en fundu ekki. En enginn hlustaði á þá þegar þeir staðhæfðu að eyjan væri ekki til.

Hvað sá áhöfnin á Velocity 1876?

Stóra spurningin í þessu öllu er, hvað J.WRobinson og áhöfnin á Velocity sáu 1876. Maria Seton hefur kenningu um það og er hún að þeir hafi séð neðansjávareldfjöll.

Í sunnanverðu Kyrrahafi er vel þekkt að litlar eyjur, úr ösku, fljóti stundum á yfirborði hafsins, svipað og ísjakar. Seton telur að hugsanlega hafi neðansjávareldfjall gosið og spýtt hrauni upp frá hafsbotni og myndað eyju, sem var mjög skammlíf og flaut á yfirborðinu, og það hafi verið það sem sjómennirnir sáu þennan dag. Það er því kannski hugsanlegt að Sandy Island hafi verið til en þá bara í mjög skamman tíma.

 

Byggt á umfjöllun Washington PostBBCNPRAuckland Museum og fleiri miðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin