Liverpool tekur á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, leikurinn hófst kl 16:30 og staðan í hálfleik er markalaus.
Manchester City fékk vítaspyrnu á 36. mínútu eftir að Fabinho, varnarmaður Liverpool, braut á Raheem Sterling, leikmanni Manchester City innan teigs.
Ilkay Gundogan tók vítaspyrnuna fyrir Manchester City en brást bogalistin all svakalega. Spyrnan sveif hátt fyrir markið.