Aston Villa vann í gær 1-0 sigur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Á 57. mínútu vildi Alexandre Lacazette, fá vítaspyrnu eftir að hann hélt því fram að Emiliano Martinez, markvörður Arsenal hefði haldið í sig.
Lacazette tjáði sig um atvikið á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann birti skjáskot af atvikinu og ýjaði að því að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem slík ákvörðun færi ekki með Arsenal.
Martinez og Lacazette spiluðu saman hjá Arsenal áður en sá fyrrnefndi gekk til liðs við Aston Villa fyrir tímabilið. Hann svaraði innleggi Lacazette á Twitter og var ekki sammála.
„Þú ýttir mér fyrst,“ skrifaði Martinez við innlegg Lacazette.
You were pushing me first bro 🤛🏼
— Emi Martínez (@emimartinezz1) February 6, 2021