Liverpool tekur á móti Manchester City í stórleik 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikið verður á Anfield og hefst leikurinn klukkan 16:30.
Breki vefmiðilinn DailyMail hefur tekið saman sameiginlegt lið Manchester City og Liverpool miðað við þá leikmenn sem eru heilir heilsu fyrir leik liðanna í dag.
Liðinu er stillt upp leikkerfið 4-3-3 og samanstendur af 6 leikmönnum Manchester City og fimm leikmönnum Liverpool.
Fyrir leikinn í dag er Liverpool í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 40 stig, sjö stigum á eftir toppliði Manchester City sem á einnig leik til góða á strákana úr Bítlaborginni.