Þrátt fyrir að Chelsea hafi eytt rúmlega 220 milljónum punda fyrir tímabilið er það mat nýráðins knattspyrnustjóra liðsins, Thomas Tuchel, að styrkja þurfi liðið fyrir næsta tímabil.
Þýska götublaðið Bild, segir frá því að Tuchel hyggist styrkja varnarlínu liðsins í næsta félagsskiptaglugga.
Þeir leikmenn sem eru taldi vera á lista hjá Tuchel eru Dayot Upamecano, leikmaður RB Leipzig, Niklas Sule, leikmaður Bayern Munchen og liðsfélagi hans David Alaba sem verður samningslaus í sumar.
Chelsea gekk ekki nægilega vel undir stjórn fyrrverandi knattspyrnustjóra félagsins, Frank Lampard. Tuchel var því ráðinn til starfa hefur Chelsea unnið tvo síðustu leiki sína undir hans stjórn.