Tottenham tók á móti West Brom í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Tottenham en leikið var á heimavelli liðsins, Tottenham Hotspur Stadium.
Harry Kane sneri aftur í byrjunarlið Tottenham eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Pierre-Emile Höjberg.
Það var síðan Heung Min Son sem skoraði annað mark Tottenham í leiknum á 58. mínútu og innsiglaði 2-0 sigur liðsins.
Tottenham er eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 36 stig. West Brom situr í 19. sæti með 12 stig.
Tottenham 2 – 0 West Brom
1-0 Harry Kane (’54)
2-0 Heung Min Son (’58)