Söngvarinn Valdimar Guðmundsson er að verða pabbi en Anna Björk Sigurjónsdóttir, unnusta Valdimars, er ólétt af þeirra fyrsta barni saman. Valdimar greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. „Við Anna eigum von á litlu sumarkríli,“ segir Valdimar. Valdimar og Anna opinberuðu samband sitt á Facebook árið 2018 og hefur ástin greinilega blómstrað síðan þá.
https://www.facebook.com/valdimar.gudmundsson/posts/10159295484309529
DV óskar Valdimari og Önnu innilega til hamingju.