Í fréttaskeyti lögreglunnar, sem sent var á fjölmiðla nú rétt í þessu, er greint frá verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því í morgun. Ekki var mikið um að vera en einungis þrjú brot voru tilkynnt.
Lögreglumenn frá lögreglustöð 1, sem sér um Austurbæ, Vesturbæ, Miðborg og Seltjarnarnes, þurftu að mæta á vettvang í morgun þar sem tilkynnt var um mann að sveifla skóflu. Þegar lögreglan mætti á vettvang var maðurinn horfinn á brott og því er ekki meira vitað um málið.
Þá var ökumaður stöðvaður á svæðinu en sá keyrði á 122 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði var 80 kílómetra hraði á klukkustund.
Í Hafnarfirði hjálpaði lögreglan manni sem mætti á lögreglustöðina. „Maður kom að lögreglustöðinni í Hafnarfirði í annarlegu ástandi, illa klæddur og kaldur,“ segir í skeyti lögreglunnar. „Sjúkrabifreið flutti manninn til aðhlynningar á Landspítala.“