Diogo Jota, framherji Liverpool, hefur nýtt tíma sinn vel á meðan hann nær sér góðum vegna meiðsla sem halda honum fjarri knattspyrnuvellinum.
Jota meiddist í leik með Liverpool gegn FC Midtjylland í Meistaradeild Evrópu fyrir tvem mánuðum síðan og hefur verið spilað tölvuleikinn FIFA 21 grimmt.
Jota er það góður í leiknum að hann er á meðal bestu FIFA spilara í heimi í keppninni FIFA Ultimate team þar sem spilarar keppa á móti hvor öðrum.
Jota birti mynd af árangri sínum á Instagram. „Sagðist bara ætla að spila þangað til ég myndi tapa,“ skrifaði hann við myndina.
View this post on Instagram
Leikmaðurinn hafði áður, í viðtali hjá The Athletic, greint frá því að hann hafi spilað tölvuleiki síðan í barnæsku.
„Allt frá því að pabbi gaf mér mína fyrstu Playstation tölvu sem krakki, hefur það verið ein af ástríðum mínum, ég hef alltaf spilað fótboltaleiki í Playstation,“ sagði Jota í viðtali við The Athletic.
Diogo Jota er gott dæmi um það hvaða árangri er hægt að ná og að tölvuleikir þurfi ekki að hafa hamlandi áhrif á einstaklinga. Rafíþróttir hafa skapað sér aukinn sess sem keppnisíþrótt í heiminum á undanförnum árum.