Jóhann Berg Guðmundsson átti góðan leik er Burnley gerði 1-1 jafntefli við Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Jóhann Berg skoraði eina mark Burnley í leiknum er hann jafnaði leikinn á 53. mínútu. Hann fær einkunnina 8 í einkunnargjöf SkySports og var valinn maður leiksins.
Jóhann Berg ógnaði marki Brighton oft í leiknum með snerpu sinni og sendingum. Hann átti 26 heppnaðar sendingar í leiknum af 31 sendingu og skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu.
⭐️ Man of the Match, @BurnleyOfficial‘s Johann Berg Gudmundsson
51 touches
Completed 26/31 passes
2 chances created
2 shots, 1 on target
1st goal since August 2019 pic.twitter.com/qZ1T5uY0xF— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 6, 2021
Jói Berg á skotskónum!@Gudmundsson7 skorar sitt fyrsta deildarmark síðan í fyrstu umferðinni á síðustu leiktíð og það með fallegu skoti. pic.twitter.com/lOsN3jDDsx
— Síminn (@siminn) February 6, 2021