Martin Ödegaard er nú á láni hjá Arsenal frá spænska liðinu Real Madrid. Ödegaard var sem táningur eftirsóttum af stærstu félögum Evrópu, þar á meðal Arsenal sem lagði mikið kapp á að næla í kappann sem ákvað á endanum að ganga í raðir Real Madrid.
Steve Morrow var á þessum tíma njósnari hjá Arsenal og hafði fengið það verkefni að fylgjast með Ödegaard.
„Ég fór að fylgjast með honum þegar hann var 14 ára gamall og varð agndofa yfir hæfileikum hans. Ég fylgdist með honum næstu 18 mánuðina og kynntist honum og fjölskyldu hans vel,“ sagði Morrow í viðtali hjá The Times.
Forráðamenn Arsenal reyndu hvað þeir gátu að fá Ödegaard til að semja við félagið, hann hitti meðal annars Arsene Wenger, þáverandi knattspyrnustjóra liðsins.
„Ödegaard heillaði alla upp úr skónum, þar á meðal Wenger. Við vorum mjög nálægt því að semja við hann en hann ákvað á endanum að ganga til liðs við Real Madrid. Það voru mikil vonbrigði fyrir mig af því ég taldi hann smellpassa inn í myndina hjá Arsenal og það sem mestu skipti taldi ég Arsenal henta honum afar vel,“ sagði Steve Morrow, fyrrverandi njósnari Arsenal.