fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Áfellisdómur yfir lögreglu vegna rannsóknar á andláti Perlu Dísar

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 6. febrúar 2021 19:56

Skjáskot úr þætti Kveiks - Myndir af Perlu Dís

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari gerir alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglu á andláti Perlu Dísar Bachmann Guðmundsdóttur sem lést í september 2019. Þetta kom fram í kvöldfréttum RUV en fjallað var um málið í Kveik í lok janúar. Tuttugufaldur dauðaskammtur af MDMA fannst í blóði hennar.

Aðstandendur Perlu voru afar ósáttir við málsmeðferð lögreglu sem þeim fannst einkennast af takmörkuðum áhuga og fordómum vegna þess að hún hefði verið í neyslu. Kærasti Perlu Dísar var kærður fyrir að hafa látið farast fyrir að koma manneskju í neyð til aðstoðar og talið að hann hafi gefið henni efnið.

Skjáskot úr frétt RUV í kvöld þar sem farið var yfir athugasemdir ríkissaksóknara vegna þess sem betur hefði mátt fara.

Í frétt RUV segir að ekki megi annað sjá en ríkissaksóknari taki undir flest það sem aðstandendur höfðu við rannsóknina að athuga, og vísað í bréf ríkissaksóknara til lögreglu sem fréttastofan hefur undir höndum.

Þá segir í frétt RUV: „Bréfið er í raun áfellisdómur yfir vinnubrögðum lögreglu. Þar er að finna ábendingar um 6-7 atriði sem ríkissaksóknari telur rétt að huga að framvegis við rannsóknir í svipuðum málum. Talan er á reiki því hluti bréfsins er svertur og því ekki ljóst hversu margar þær eru.“

Bréf ríkissaksóknara til lögreglu er dagsett 15. janúar 2021, fyrir rúmum þremur vikum. Aðstandendur Perlu hafa þó ekkert heyrt frá lögreglu vegna þessa áfellisdóms ríkissaksóknara yfir vinnubrögðunum.

Óljós orsök andláts Perlu – Önnur kona lýsti ofbeldi af hendi kærastans – Ógnandi þegar lögregla bar að garði

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“